//

Lokað er fyrir umsóknir um fjárfestingu frá Kría – sprota- og nýsköpunarsjóði.

Skilyrði fyrir þáttöku

Samkvæmt 5. gr. reglugerðar um Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóð er Kríu heimilt að taka þátt í viðurkenndum sérhæfðum sjóðum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
 • Stofnfé sjóðsins er að lágmarki 4 milljarðar kr. að undanskildu því stofnfé sem Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður skráir sig fyrir og sjóðurinn hafi fjármagnað að minnsta kosti 70% af heildar stofnfé, að undanskildu því stofnfé sem Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður skráir sig fyrir, á þeim tíma sem umsókn er send inn,
 • rekstraraðilisjóðsins, ábyrgðaraðili sjóðsins eða raunverulegir eigendur þeirra, skulu vera eigendur hluta í sjóðnum, auk að lágmarki þriggja einkafjárfesta sem eru ótengdir, ekki í samstarfi og hver um sig hefur skráð sig fyrir stofnfé sem nemur að minnsta kosti 10% af heildar stofnfé sjóðsins,
 • enginn einn fjárfestir hefur skráð sig fyrir stofnfé sem nemur meira en 50% af heildar stofn­fé sjóðsins,
 • að sjóðnum komi aðili sem hafi umtalsverða reynslu, þekkingu og árangur í alþjóðlegu umhverfi fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum,
 • sjóðurinn hafi ekki á þeim tíma sem þátttaka Kríu - sprota- og nýsköpunarsjóðs er sam­þykkt, fjárfest hærra hlutfalli en sem nemur 25% af heildar stofnfé sínu.
 • stofnsamningur eða reglur sjóðsins mæli að minnsta kosti fyrir um að:
  • sjóðnum beri að fjárfesta að minnsta kosti því sem nemur framlagi Kríu - sprota- og nýsköpunarsjóðs af heildarfjármagnsframlagi sínu og óinnheimtu stofnfé, sem fjár­festar hafa skráð sig fyrir, í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum með starfsemi á Íslandi,
  • sjóðnum sé að meginstefnu til ætlað að fjárfesta snemma í vaxtaferli sprota- og nýsköpunarfyrirtækja,
  • fjárfestar hafi enga aðkomu að ákvörðunum um fjárfestingar sjóðsins, og
  • sjóðurinn verði óvogaður,
 • sjóðurinn er settur upp í samræmi við það sem tíðkast alþjóðlega um sambærilega sjóði hvað varðar meðal annars lagalega uppsetningu, líftíma, þar sem skýr og raunhæf útgöngu­áætlun liggur fyrir, hlutverk og þátttöku fjárfesta, ávöxtunarkröfu fjárfesta, kostnað og ábata almennra þátttakenda,
 • sjóðurinn sé rekinn af viðurkenndum rekstraraðila eða viðkomandi viðurkenndum sérhæfð­um sjóði, enda heimilar rekstrarlegt form viðurkennda sérhæfða sjóðsins innri stjórnun og stjórn sjóðsins hefur ekki tilnefnt annan rekstraraðila,
 • rekstraraðili sjóðsins, sjóðurinn, stjórnendur hans og þeir fjárfestar sem hafa skráð sig fyrir stofnfé hafi nægilega reynslu af stofnun, rekstri og/eða aðkomu að viðurkenndum sérhæfð­um sjóðum og sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum að mati stjórnar Kríu - sprota- og nýsköp­unarsjóðs sem og hafi nægilegan fjárhagslegan styrk og gott orðspor til að tryggja framgang sjóðsins og að markmiðum laga nr. 65/2020, um Kríu - sprota- og nýsköpunarsjóð, og reglu­gerðar þessarar megi ná, að mati stjórnar Kríu - sprota- og nýsköpunarsjóðs.

Fylgigön með umsóknum

Samkvæmt 5. gr. starfsreglna stjórnar Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs skulu eftirfarandi gögn fylgja umsóknum, séu þau til staðar:
 • Stofnsamningur sjóðsins, skilmálar sjóðsins og samþykktir sjóðsins, eins og við á,
 • fjárfestingarstefna sjóðsins, upplýsingar um fjárfestingarferil og útgönguáætlun,
 • starfsreglur sjóðsins,
 • stefnur sjóðsins, svo sem stefnur sjóðsins er varðar ábyrgar fjárfestingar, peningaþvætti og hagmunaárekstra,
 • umsýslusamningur milli sjóðs og ábyrgðaraðila eða rekstraraðila,
 • áskriftarskrá þar sem fram kemur hvað hver og einn fjárfestir hefur skráð sig fyrir háu stofnfé, upplýsingar um skilyrði fyrir áskriftum ef um það er að ræða og hvert heildarstofnfé sjóðsins sé,
 • drög að innköllunaráætlun yfir líftíma sjóðsins,
 • ferilskrá stjórnenda rekstraraðila sjóðsins, stjórnenda sjóðsins, ráðgjafa og eftir atvikum annarra fjárfesta,
 • starfsleyfi eða staðfesting á skráningu rekstraraðila,
 • ársreikningar rekstraraðila fyrir síðastliðin þrjú ár,
 • upplýsingar um endanlegt eignarhald á rekstraraðila eða ábyrgðaraðila sjóðs og
 • staðfesting frá viðskiptabanka viðkomandi sjóðs um að sjóðurinn hafi staðist áreiðanleikakönnun vegna peningaþvættis.

Stjórn og sjóðstjóra Kríu er heimilt að óska eftir frekari upplýsingum og fylgigögnum frá umsækjanda til að gera stjórn Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs kleift að ákvarða um þátttöku sjóðsins.

Starfsreglur stjórnar Kríu - sprota- og nýsköpunarsjóðs.pdf