Umsóknarferlið og skilyrði
Með vísan til laga nr. 65/2020 um Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóð, reglugerð nr. 255/2021, og starfsreglna stjórnar, er hér með auglýst eftir umsóknum frá sérhæfðum sjóðum um fjárfestingu frá Kríu – sprota-og nýsköpunarsjóði. Frekari upplýsingar um skilyrði er að finna í 5. gr. reglugerðar 255/2021 um Kríu – sprota-og nýsköpunarsjóðs.
Vakin er athygli á breytingum sem gerðar hafa verið á reglugerð nr. 255/2021 um Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóð sbr. reglugerð nr. 1408/2022 og auglýsingu um breytingu á starfsreglum stjórnar Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs sbr. auglýsingu nr. 1409/2022.
Þeir sérhæfðu sjóðir sem telja sig uppfylla skilyrði Kríu þurfa að senda tölvupóst á umsoknir@kriaventures.is til þess að nálgast umsóknareyðublað og frekari gögn frá sjóðstjóra.
Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2023.
Skilyrði fyrir þáttöku
Fylgigön með umsóknum
Stjórn og sjóðstjóra Kríu er heimilt að óska eftir frekari upplýsingum og fylgigögnum frá umsækjanda til að gera stjórn Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs kleift að ákvarða um þátttöku sjóðsins.