//

Kría dregur styrk sinn og innblástur frá náttúru Íslands, spennandi, einstök og síbreytileg.

Kría er sjóðasjóður sem er ætlað að fjárfesta í öðrum sérhæfðum sjóðum, svokölluðum vísisjóðum (e. venture capital funds). Þeir vísisjóðir sem Kría fjárfestir í þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði, en meginatriðið er að þeir leggi áherslu á fjárfestingar í sprotafyrirtækjum á fyrstu stigum fjármögnunar.

Í lögum og reglugerð um Kríu er ítarlega fjallað um þau skilyrði sem vísisjóðir þurfa að uppfylla til að Kría geti fjárfest í þeim.

Markmið Kríu er að styðja við áframhaldandi uppbyggingu sérhæfðra vísisjóða á Íslandi og efla með því fjármögnunarumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja hér á landi ásamt því að samræma fjármögnunarumhverfi fyrirtækjanna við það sem tíðkast erlendis.

Kría mun leiða til öflugs og virks fjármögnunarumhverfis og auka aðgengi sprotafyrirtækja að sérhæfðum fjárfestum sem leggja til mikilvæga þekkingu, reynslu og tengsl við uppbyggingu, vöxt og verðmætasköpun sprotafyrirtækjanna.

Kría er mikilvægur liður í nýsköpunarstefnu stjórnvalda sem ætlað er að stuðla að aukinni samkeppnishæfni íslenskra sprota- og nýsköpunarfyrirtækja á erlendum mörkuðum.

Verðmætasköpunframtíðarinnar byggist á hugviti. Með því að stuðla að uppbyggingu enn öflugi grunninnviða og aukinni samfellu sérhæfðra fjármögnunarmöguleikafyrir hugverkadrifin sprotafyrirtæki leitumst við eftir því að gera nýsköpunar-, fjármögnunar- og samkeppnisumhverfið á Íslandi enn betur í stakk búið til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.

Sjóðsstjóri Kríu:

Sæmundur K. Finnbogason, sjóðsstjóri Kríu.

Stjórn Kríu:

Ari Helgason, fjárfestir. Eva Halldórsdóttir, lögmaður. Hildur Sverrisdóttir, Alþingismaður. Kristinn Árni Lár Hróbjartsson (formaður stjórnar), stofnandi Northstack og framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi. Pétur Már Halldórsson, forstjóri Nox Medical.

Ljósmynd af kríum í íslenskri náttúru. Ljósmynd tekin af Marino Thorlacius.

Á fimm ára tímabili er fyrirhugað að Kría fjárfesti fyrir allt að 8 milljarða króna í vísisjóðum með starfsemi á Íslandi.

Það fjármagn sem Kría fjárfestir fyrir í vísisjóðum verður síðar fjárfest í öflugum sprotafyrirtækjum á Íslandi eða hugmyndum sem eiga rætur að rekja til Íslands.

Sjálfsmynd Kríu er byggð á sterkri tengingu við rætur sínar og uppruna á Íslandi ásamt þeim mannlegu tengslum sem sjóðurinn skapar um allan heim. Eiginleikar brandsins skapa fágaða og skipulagða ásýnd sem býður alla velkomna.

Hver eiginleiki er haganlega mótaður lykilhluti í sögu sem sögð er með áferð og ásýnd. Hér á eftir verður útskýrt og færð rök fyrir hvernig brandið var skapað og hvernig sagan er sögð.

Grunnhugmynd

Grundvöllur brandsins eru styrkar undirstöður sem móta frekari vinnslu. Þetta eru grunnhugmyndir okkar í hönnun brandsins og leiðarljós í ákvarðanatöku.

Nýsköpun: helsta markmið Kríu er að bæta og rækta nýsköpun á Íslandi. Tengsl: Samstarfsaðilar Kríu koma víðsvegar að, frá öðrum menningarheimum, aðstæðum og landsvæðum. Kríu er ætlað að ná til þeirra, að yfirstíga það sem sundrar og leita að því sem sameinar. Og að lokum, Ísland: Kría er í eðli sínu íslenskur sjóður sem hefur að markmiði að bæta aðstæður á Íslandi.

Leturgerð

Eitt af heilstu einkennum Kríu er leturgerðin og því er mikilvægt að leturgerðin sé íslensk.

Leturgerðin La Pontaise Champion er notuð fyrir leturmerkið. Leturgerðin er einstök í útliti sem helgast sérstaklega af andstæðunum sem þar er að finna. Þykkir og þunnir stafir, mjúkar og skarpar línur minna á andstæðurnar og mótsetninguna sem er að finna í íslenskri náttúru. Rétt eins og landslag Íslands getur verið miskunnarlaust og mjúkt er leturgerðin full af öfgum og mótsögnum.

“Or Lemmen” varð fyrir valinu sem helsta leturgerðin en það hefur sterkar rætur í eldri serif leturgerðum ásamt eiginleikum sem gera það traust og fagmannlegt. Þar er þó að finna undarlega og skemmtilega vinkla sem skapa einstök hughrif frá fyrsta lestri.

Merki

Kríur eru farfuglar og ferðast lengst af öllum í dýraríkinu. Þannig er margt líkt með Kríu og fuglinum sem brandið dregur nafn sitt af. Kría ferðast langt og er innblásið af sterkri vitund um eigið verkefni.

Þess vegna getur merkið skapað sér sess meðfram leturmerkinu, án þess að þau séu bundin saman. Merkið táknar kríu með einni, einfaldri, og tígulegri línu. Línan ferðast í tignarlegum sveiflum og krían sjálf virðist á flugi og ferðalagi.

Merkið er frjálst til þessa ferðalaga og á heima hvar svo sem það nýtur sín best á því efni sem það kemur fyrir, ofarlega, neðarlega, til hliðar, fyrir miðju. Krían er frjáls og fer þar sem hún vill.

Listræn stefna

Valdir voru höfðinglegir litir sem hafa djúp tengsl við landið sjálft. Í litunum er ekki að finna 100 % svartan eða hvítan en þá liti er ekki að finna í náttúru Íslands.

Í myndefni er lögð áhersa á þessar öfgar. Smáatriðin og áferðin sem birtast í myndunum sýna ekki bara náttúruna heldur skapa hughrif snertingar. Þær eru hrjúfar, mjúkar, heitar eða kaldar.

Náttúra Íslands einkennist af öfgum, þversögnum og andstæðum. Orkan sem er bundin í landinu skapar og eyðir í sömu andrá.

Niðurhal

Hér má nálgast hönnunarstaðal Kríu. Í hönnunarstaðli má finna reglur og útfærslu á notkun merkis, leturgerðum, litum og myndastefnu.